Velkomin til leiðar Alexöndru til Columbia

tempImageForSave

Um verkefnið

Veriði sæl!

Ég heiti Alexandra og er nemi í ensku og stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Auk þess sit ég í stjórn ungmennaráðs UN Women, í ritstjórn Röskvu og mun sitja í nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd SHÍ næsta skólaárið. Með öðrum orðum: negla. En mál málanna og forsenda þessa verkefnis er að í sumar fæ ég það einstaka tækifæri að læra skapandi skrif & bókmenntir við Columbia háskólann í New York.

Hugmyndin að Komum Alexöndru til Columbia kviknaði í kjölfar þess að ég komst inn í sumarnámið. Það að komast inn í skólann er ekki öll sagan því nú þarf að fjármagna og eins og gefur að skilja kostar svona nám sinn skildinginn. Komum Alexöndru til Columbia mun verða teningaborðspil í sinni einföldustu mynd og á því verða 42 reitir sem er dagafjöldinn sem sumarprógrammið varir. Byrjunarreiturinn er í Reykjavík og markmiðið er að komast að lokareitnum, Columbia. Svo verða hin ýmsu „twist“. Til dæmis kemst maður í efstu línu þegar maður lendir á Empire State byggingunni, Brooklyn brúin hleypir manni lárétt áfram en booze-cruise niður Hudson skilar manni á byrjunarreit.

Ég er að leita til fyrirtækja og stofnana til þess að styrkja mig um einn reit á spilinu. Skólagjöld eru 9.780 bandaríkjadollarar sem gera um það bil 25.000 krónur á dag og er það sú upphæð sem ég vonast til þess að fá fyrir hvern reit. Lógó (eða mynd) tiltekins styrktaraðila myndi svo prýða reitinn. Að lokum yrði spilið selt á spottprísi.

Ég býst ekki við öðru en að Komum Alexöndru til Columbia verði á spilaborðum allra landsmanna í sumar, tekið með í útilegur og utanlandsferðir.

Ég yrði ólýsanlega þakklát ef þú, kæri lesandi, myndir dreifa orðinu, deila síðunni eða íhuga að styrkja.

Kær kveðja,

Alexandra Ýr van Erven

Kaupa reit / Keyptir reitir

Þakka ykkur kærlega fyrir að hafa áhuga á að styrkja förina. Fyrir frekari upplýsingar endilega sendið mér línu á alexandravanerven@gmail.com

Eftirtaldir aðilar hafa nú þegar tryggt sér reit:

háaapótek
tapas barinnsæta svíniðsushisocial

tempImageForSave